Skoðið framboð og verð…

 
Gistiheimilið Hvammur er lítið heimilislegt gistiheimili á Höfn, staðsett við höfnina með fallegu útsýni yfir hana, til sjávar og til jöklana í vestri.  Gistiheimilið Hvammur býður upp á eins, tveggja, þriggja manna herbergi og fjölskylduherberbergi með sameiginlegu baðherbergi og eldhúsaðstöðu auk íbúðar með 2 svefnherbergjum.
Í nágrenninu eru veitingastaðir, sundlaug og góðar gönguleiðir.
Frá þjóðvegi 1 er um 5 mín akstur að gistiheimilinu Hvammi og uþb 30 mín akstur er í Þjóðgarðinn Vatnajökul.

Á Höfn og í næsta nágrenni er hægt að fara í:
•       Jöklaferðir.  Allt frá norðurljósaferðum, jöklagöngum og íshellaferðum til jeppaferða um Vatnajökul.
•       Bátsferðir á Jökulsárlón
•       Margar mjög góðar gönguleiðir í nágrenninu
•       Fuglaskoðun
•       Hestaferðir
•       Silungsveiði í vötnum og ám
•       Mjög góður 9 holu golfvöllur staðsettur í bænum
•       Sundlaug – Heitir pottar – Sauna